Mohamed Salah var í gær spurður út í það hvort það væri eitthvað að frétta af hans samningamálum.
Salah er leikmaður Liverpool en samningur hans við Liverpool rennur út næsta sumar.
Egyptinn er orðaður við brottför og eru þónokkur félög talin vera að sýna honum áhuga.
Salah skoraði tvö og lagði upp tvö í 6-3 sigri á Tottenham í gær en hann hafði lítið nýtt að segja um eigin stöðu.
,,Nei, nei,“ sagði Salah aðspurður að því hvort það væri eitthvað nýtt að frétta í þessum málum.
,,Hvar sem ég enda ferilinn þá verð ég ánægður.“