Logi Hrafn Róbertsson hefur skrifað undir samning við lið NK Istra sem leikur í Króatíu.
Frá þessu var greint seint í gærkvöldi en um er að ræða efnilegan leikmann sem kemur frá FH.
Logi kemur til NK Istra á frjálsri sölu en hann er aðeins tvítugur að aldri og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.
Logi hefur spilað stórt hlutverk með FH undanfarin tvö ár og er einnig leikmaður yngri liða Íslands.
Hann mun nú reyna fyrir sér í atvinnumennsku í Króatíu og krotar undir samning til 2028.