Það er ljóst að einhverjir leikmenn Chelsea munu leitast eftir því að komast burt frá félaginu í janúar.
Chelsea er með mjög stóran leikmannahóp og er ekki pláss fyrir alla leikmenn í deildarkeppni en ungstirnin fá sína leiki í Sambandsdeildinni.
Samkvæmt Fabrizio Romano er hinn 21 árs gamli Cesare Casedei að leitast eftir sölu í janúarglugganum eftir fá tækifæri í vetur.
Casedei kom til Chelsea frá Inter Milan árið 2022 en hefur aðeins spilað 17 leiki fyrir liðið hingað til.
Casedei vill fá að byrja fleiri leiki og er að horfa annað en hann kvartaði sjálfur yfir litlum spilatíma á síðustu leiktíð undir Mauricio Pochettino.