Noni Madueke, leikmaður Chelsea, er nýjasti leikmaður Chelsea til að tjá sig um titilbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni.
Chelsea er þessa stundina að ógna toppsæti Liverpool sem situr á toppnum en Enzo Maresca, stjóri liðsins, segir að það sé ekki stefnt á það að vinna þann stóra í vetur.
Madueke virðist vera sammála þjálfara sínum en hann gaf ansi skondið svar fyrir leik sinna manna gegn Everton í dag.
,,Ég veit ekki einu sinni hvað það er. Ég held ekki,“ sagði Madueke við BBC um hvort Chelsea væri í titilbaráttunni.
,,Við erum bara í samkeppni við sjálfa okkur, að bæta okkur á hverjum einasta degi. Að tala um meistaratitilinn, í desember? Ég tek ekki þátt í því.“
,,Þetta kapphlaup er ekki einu sinni byrjað. Ef ég ætti kristalkúlu þá myndi ég segja ykkur svarið en svo er ekki.“