fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. desember 2024 04:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má segja að allt hafi brjálast á hinni dularfullu rússnesku útvarpsstöð UVB-76 þann 11. desember síðastliðinn.

Talið er að rússneski herinn starfræki útvarpsstöðina og hafi gert síðan á miðjum áttunda áratugnum. Það er kannski fulldjarft til orða tekið að segja þetta vera útvarpsstöð, að minnsta kosti í hefðbundnum skilningi þess orðs.

Ástæðan er að venjulegt fólk fær nákvæmlega ekkert út úr því að hlusta á stöðina því hún sendir stöðugt út suðhljóð sem er örsjaldan rofið af dularfullum skilaboðum á rússnesku. Enginn, að minnsta kosti á Vesturlöndum, veit hvert hlutverk þessarar útvarpsstöðvar er.

Orðrómar hafa verið á sveimi árum saman um að það sé rússneski herinn sem reki stöðina. Meduza segir að miðvikudaginn 11. desember hafi stöðin skyndilega sent út 24 dularfull skilaboð. Facebookhópurinn Vkontakte náði þessum skilaboðum en meðlimir hans fylgjast stöðugt með útsendingum stöðvarinnar.

Skilaboðin voru send út frá klukkan 09.09 til 17.14. En hvert innihald skilaboðanna var fylgir ekki sögunni.

Eins og áður sagði, þá gengur stöðin undir nafninu UVB-76 en hún er einnig þekkt sem „The Buzzer“. Hún sendir sama merkið stanslaust út og er það endurtekið 25 sinnum á mínútu, allan sólarhringinn, allt árið.

Talið er að útsendingartækin séu í Pskov-héraðinu sem nærri eistnesku landamærunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams
Fréttir
Í gær

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag