Talið er að rússneski herinn starfræki útvarpsstöðina og hafi gert síðan á miðjum áttunda áratugnum. Það er kannski fulldjarft til orða tekið að segja þetta vera útvarpsstöð, að minnsta kosti í hefðbundnum skilningi þess orðs.
Ástæðan er að venjulegt fólk fær nákvæmlega ekkert út úr því að hlusta á stöðina því hún sendir stöðugt út suðhljóð sem er örsjaldan rofið af dularfullum skilaboðum á rússnesku. Enginn, að minnsta kosti á Vesturlöndum, veit hvert hlutverk þessarar útvarpsstöðvar er.
Orðrómar hafa verið á sveimi árum saman um að það sé rússneski herinn sem reki stöðina. Meduza segir að miðvikudaginn 11. desember hafi stöðin skyndilega sent út 24 dularfull skilaboð. Facebookhópurinn Vkontakte náði þessum skilaboðum en meðlimir hans fylgjast stöðugt með útsendingum stöðvarinnar.
Skilaboðin voru send út frá klukkan 09.09 til 17.14. En hvert innihald skilaboðanna var fylgir ekki sögunni.
Eins og áður sagði, þá gengur stöðin undir nafninu UVB-76 en hún er einnig þekkt sem „The Buzzer“. Hún sendir sama merkið stanslaust út og er það endurtekið 25 sinnum á mínútu, allan sólarhringinn, allt árið.
Talið er að útsendingartækin séu í Pskov-héraðinu sem nærri eistnesku landamærunum.