fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. desember 2024 19:30

Mikhail Shatsky var myrtur nýlega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var rússneski hershöfðinginn Igor Kirillov myrtur ásamt aðstoðarmanni sínum, Ilya Polikarpov. Þar var úkraínska leyniþjónustan að verki. Hafði útsendari hennar komið sprengju fyrir í hlaupahjóli sem var staðsett við anddyri fjölbýlishúss í Moskvu. Sprengjan var síðan sprengd þegar Kirillov og Polikarpov gengu út úr húsinu.

Kirillov var einn hæst setti rússneski hershöfðinginn sem fallið hefur síðan Rússar réðust inn í Úkraínu.

Tilgangurinn með morðinu var að senda skýr skilaboð til Rússa um að enginn sé óhultur fyrir útsendurum úkraínsku leyniþjónustunnar eða sérsveitum úkraínska hersins.

Frá upphafi stríðsins hafa margir valdamiklir og háttsettir Rússar verið myrtir í Rússlandi. Úkraínumenn hafa lýst yfir ábyrgð á sumum morðanna en óljóst er hverjir voru að verki í hinum en grunurinn beinist þó að Úkraínu.

Þann 13. desember síðastliðinn var Mikhail Sjatsky, einn helsti flugskeytasérfræðingur Rússlands, myrtur í Moskvu. Úkraínska leyniþjónustan lýsti yfir ábyrgð á morðinu.

Í október var Nikita Klenkov myrtur nærri Moskvu. Hann var skotinn til bana í bíl sínum. Hann var næstráðandi í einni deild leyniþjónustu hersins, GRU. Hann var nýkominn heim frá Úkraínu.

Í júlí lést Magomed Khandajev, hershöfðingi, skyndilega. Hann var háttsettur í varnarmálaráðuneytinu. Ekki hefur verið skýrt frá dánarorsök hans.

Í júlí missti foringi í GRU báðar fætur þegar sprenging varð í bíl hans í Moskvu. Úkraínumenn segjast ekki vita neitt um málið.

Í desember 2023 var Illya Kyva, úkraínskur stjórnmálamaður í útlegð, myrtur í almenningsgarði í Moskvu. Úkraínska leyniþjónustan lýsti yfir ábyrgð á morðinu. Kyva var stuðningsmaður Rússa.

Í maí 2023 var rithöfundurinn Zakhar Prilepin myrtur þegar sprengja sprakk í bíl hans í Nisjnij Novgorod-héraðinu. Hann var áður andstæðingur Pútíns en eftir að Rússar hernámu Krím, skipti hann um skoðun og studdi Pútín og stríðsrekstur hans í Úkraínu. Úkraínska leyniþjónustan hefur hvorki játað né neitað að hafa komið að morðinu.

Í apríl 2023 var Maksim Fomin, blaðamaður og bloggari, myrtur á kaffihúsi í St. Pétursborg. Honum hafði verið gefin stytta sem búið var að koma sprengju fyrir í. Úkraínumenn neita að hafa verið að verki og Yevgeni Prigozhin, leiðtogi Wagnerhópsins (sem dó sjálfur í dularfullu flugslysi), gaf í skyn að hugsanlega hafi Úkraínumenn ekki verið að verki.

Í ágúst 2022 var Darja Dugina, dóttir öfgaþjóðernissinnans Alexandr Dugin (sem er einn helsti hugmyndafræðingur Pútíns), myrt með bílsprengju í Moskvu. Líklega var sprengjunni ætlað að ganga frá föður hennar. Úkraínumenn neita að hafa verið að verki en bandarískir leyniþjónustumenn segja að þeir hafi verið að verki.

Byggt á umfjöllun Newsweek, Kyiv Independent og Radio Free Europe

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar