fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Segir stjórnarsáttmálann rýran og Flokkur fólksins hafi gefið mikið eftir

Eyjan
Sunnudaginn 22. desember 2024 14:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir nýjan stjórnarsáttmála vera rýran í roðinu og að Flokkur fólksins hafi gefið mikið eftir. Hann segir þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður um aðild að ESB vera kynnta á fölskum forsendum.

RÚV greindi frá.

Sjá einnig stefnuyfirlýsingu nýju ríkisstjórnarinnar.

Sigmundur Davíð segir útfærslu á markmiðum ríkisstjórnarinnar vanta í sáttmálann:

„Ég held að þær hafi langað ti lað ná þessu alla vega fyrir áramót og helst fyrir jól og kannski voru sólstöður að spila með ég veit það ekki. En það er alla vega ljóst sýnist mér að þær hafa ákveðið að kynna þetta án þess að vera búnar að útfæra. Þetta er í raun ekki fullkláraður stjórnarsáttmáli.“

Sigmundur segir að svo virðist sem Flokkur fólksins hafi gefið eftir öll sín stærstu kosningaloforð. Þá telur hann að útlendingamálin séu óleyst og engin svör komi þegar spurt sé út í hvað ríkisstjórnin ætli sér í þeim efnum.

Það versta í sáttmálanum telur Sigmundur Davíð vera þjóðaratkvæðagreiðsla um aðila Íslands að ESB:

„Þetta er einfaldlega kynnt á fölskum forsendum. Það er gefið í skyn að það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um í fyrsta lagi hvort að það eigi að halda áfram viðræðunum en það er ekkert um það að ræða. Það er búið að slíta viðræðunum. Ísland er ekki umsóknarríki. Þannig að það þarf að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hitt er, sem er nú eitt mesta fals íslenskra stjórnmála, það mesta hugsa ég á þessari öld, sem er að halda því fram að það eigi sér stað einhverjar samningaviðræður við Evrópusambandið. Evrópusambandið sjálft hefur reynt að útskýra það fyrir Íslendingum og öðrum að það sé ekkert til sem heiti samningaviðræður um aðild heldur er það spurning um það með hvaða hætti ríkin ætli að aðlaga sig að Evrópusambandinu og uppfylla kröfur þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Valkyrjustjórnin tekur við á morgun

Valkyrjustjórnin tekur við á morgun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið