fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Eyjan
Sunnudaginn 22. desember 2024 14:25

Nýja ríkisstjórnin eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum í gær. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er bara mjög góð tilfinning en maður finnur til mikillar ábyrgðar þegar maður gengur hér inn,“ sagði Kristrún Frostadóttir, nýr forsætisráðherra, eftir að hún hafði tekið við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr höndum fráfarandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar. Bjarni færði henni einnig blóm í tilefni dagsins.

RÚV greindi frá.

Bjarni sagðist skilja sáttur við og ánægður með verk fráfarandi stjórnar. „Við höfum skilað mjög góðu verki og útlitið er bjart fyrir íslenska þjóð.“

Lyklaskiptin að forsætisráðuneytinu fóru fram kl. 13 en lyklaskipti í ráðuneytunum standa yfir fram eftir degi.

Vel fór á með fráfarandi utanríkisráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, og nýjum utanríkisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, við lyklaskiptin. „Ég er að taka við af mjög öflugum utanríkisráðherra sem hefur að mínu mati staðið vaktina vel fyrir land og þjóð þegar það kemur að okkar hagsmunum,“ sagði Þorgerður. Sagðist hún telja brýnasta verkefni sitt vera að skerpa á hagsmunum Íslands í öryggis- og varnarmálum en einnig að dýpka samtöl við vinaþjóðir.

„Við erum að fá nýjan forseta í Bandaríkjunum, Donald Trump er að taka við og við getum haft alls konar skoðanir á honum en þetta er sá maður sem við munum vera í samskiptum við og við þurfum að tryggja að varnarmálasamningurinn verði virkur ef á þyrfti að halda,“ sagði Þorgerður Katrín.

Þórdís sagðist vera þakklát og stolt eftir sinn tíma sem utanríkisráðherra. „Þetta eru tímamót fyrir mig og fyrir nýjan utanríkisráðherra og fyrir ráðuneytið og fyrir þjóðina sem er að fá nýja ríkisstjórn,“ sagði húin.

„Ég veit mjög vel að það eru ekki allir ánægðir með allt sem ég hef gert en ég hvíli vel í sjálfri mér með þær ákvarðanir sem ég hef tekið og er sannfærð um að þær hafi verið réttar fyrir Ísland til lengri tíma,“ segir Þórdís ennfremur.

Dagskrá lyklaskipta er á þessa leið en gert er ráð fyrir að hún geti hliðrast eitthvað:

13.00                    Forsætisráðuneyti
13.20                    Utanríkisráðuneyti
13.50                    Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti
14:05                    Heilbrigðisráðuneyti
14:35                    Matvælaráðuneyti
14:50                    Dómsmálaráðuneyti
15:05                    Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
15:20                    Mennta- og barnamálaráðuneyti
15:45                    Fjármála- og efnahagsráðuneyti
16:00                    Innviðaráðuneyti
16:20                    Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti
16:35                    Menningar- og viðskiptaráðuneyti

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Valkyrjustjórnin tekur við á morgun

Valkyrjustjórnin tekur við á morgun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið