fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Marta húðskammar Ingu Sæland fyrir klæðaburðinn

Fókus
Sunnudaginn 22. desember 2024 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klæðnaður nýju ráðherranna við stjórnarskiptin í gær var tekinn út á Smartlandi Mörtu Maríu Jónadóttur á mbl.is.

Í pistli sínum lýsir Marta yfir hrifningu á kjól sem Kristrún Frostadóttir, nýr forsætisráðherra, klæddist í gær. „Kristrún klæddi sig upp á í til­efni dags­ins og skartaði 144.000 króna kjól úr 100% Viscose. Kjóll­inn er frá ít­alska tísku­merk­inu MSGM sem er vandað og vel saumað og býður oft­ar en ekki upp á klæðileg snið.“

Marta minnist einnig á klæðaburð Ölmu Möller og Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur og gefur þeim góða umsögn.

En síðan er röðin komin að klæðnaði Ingu Sæland, sem tekur nú við embætti félags- og húsnæðismálaráðherra. Marta gagnrýnir sérstaklega skóval Ingu harðlega og lætur hana heyra það:

„Næsta verk Ingu Sæ­land er að fá sér stíl­ista. Á meðfylgj­andi ljós­mynd­um sést hún í svört­um skóm sem ná upp að ökkla og er í 40 den sokka­bux­um við. Slík­ir skór ganga ekki við pils eða kjóla og alls ekki þegar fólk tek­ur við ráðherra­embætti. Þótt það sé nap­urt á Álfta­nesi eins og var í gær þá mega slík­ar boms­ur alls ekki sjást á tröpp­um Bessastaða. Fólk not­ar ökla­skó við síðbux­ur og helst við hvers­dags­leg­ar at­hafn­ir. Betra hefði verið að klæðast hefðbundn­um spari­skóm með nokk­urra sentí­metra háum hæl. Skórn­ir frá Tam­ar­is hefðu til dæm­is átt vel, þægi­leg­ir en samt pen­ir. 

Fólk í ráðherra­embætt­um þarf að klæða sig á viðeig­andi hátt. Það má al­veg minna á að starf­inu fylg­ir vald og ákveðin virðing og þarf slíkt að end­ur­spegl­ast í fata­vali, förðun og hár­greiðslu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk