INEOS, eigendur Manchester United, hafa gefið grænt ljós á brottför Marcus Rashford í janúarglugganum.
Rashford er uppalinn hjá United og hefur leikið þar allan sinn feril en er í dag að leita að nýrri áskorun.
Rashford gaf það út í vikunni að hann væri í leit að nýju verkefni en hvar það verður er óljóst.
Samkvæmt TalkSport er INEOS búið að samþykkja brottför Rashford sem er orðaður við lið í Sádi Arabíu.
United vill frekar selja en að lána leikmanninn og mun varla líta á tilboð frá öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni.