Barcelona tapaði gegn Atletico Madrid í kvöld en leikið var í spænsku úrvalsdeildinni.
Barcelona var mun sterkari aðilinn í þessum leik og komst yfir á 30. mínútu með marki frá miðjumanninum Pedri.
Rodrigo de Paul tókst að jafna fyrir Atletico er um hálftími var eftir sem var þó gegn gangi leiksins.
Varamaðurinn Alexander Sorloth tryggði svo Atletico óvænt sigur á 96. mínútu í uppbótartíma og óvæntur útisigur staðreynd.
Atletico tekur toppsætið af Barcelona með þessum sigri og er með 41 stig eftir 18 leiki.