Crystal Palace 1 – 5 Arsenal
0-1 Gabriel Jesus(‘6)
1-1 Ismaila Sarr(’11)
1-2 Gabriel Jesus(’14)
1-3 Kai Havertz(’38)
1-4 Gabriel Martinelli(’60)
1-5 Declan Rice(’84)
Arsenal rúllaði yfir lið Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikið var á Selhurst Park.
Gabriel Jesus skoraði tvö mörk í þessum leik en hann er nýbúinn að skora þrennu gegn sama liði.
Jesus gerði þrennu fyrir Arsenal í 3-2 sigri í deildabikarnum gegn Palace í vikunni og bætti við tveimur í dag.
Arsenal var ekki í miklum vandræðum með Palace og hafði betur 5-1 en heimamenn fengu þó sín færi á tímapunkti.
Arsenal er komið í þriðja sæti deildarinnar og er þremur stigum á eftir toppliði Liverpool sem á tvo leiki til góða.