Jack Grealish svaraði fyrir sig í dag er hans menn í Manchester City mættu Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.
Grealish er uppalinn hjá Villa en hann ákvað að taka skrefið til Manchester fyrir um þremur árum.
Grealish er dýrasta sala í sögu Villa en hann kostaði Englandsmeistarana 100 milljónir punda.
Englendingurinn fékk mikið skítkast á sínum fyrrum heimavelli í gær þar sem Villa hafði betur 2-1 í hörkuleik.
Grealish er ekki vinsæll á meðal allra stuðningsmanna Villa eftir skiptin til City en hann minnti fólk á það að hann hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla eftir að hafa yfirgefið uppeldisfélagið.
Mynd af þessu má sjá hér.
Jack Grealish reminds people about his three Premier League titles at City 3️⃣ pic.twitter.com/mkE3AERamE
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 21, 2024