Southampton hefur staðfest það að Ivan Juric sé tekinn við liðinu af Russell Martin.
Martin fékk sparkið hjá Southampton á dögunum en liðið situr í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Martin kom Southampton í efstu deild síðasta vetur en spilamennskan á þessu tímabili hefur ekki heillað.
Juric var síðast hjá liði Roma á Ítalíu en hann var látinn taka poka sinn fyrr á árinu.
Southampton er aðeins með fimm stig eftir 16 umferðir og er níu stigum frá öruggu sæti.