fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
433Sport

Diaz sagður horfa til Barcelona

Victor Pálsson
Laugardaginn 21. desember 2024 17:56

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona er efst á óskalista Luis Diaz ef hann ákveður að yfirgefa Liverpool 2025 eða þá 2026 samkvæmt nýjustu fregnum.

Það er spænski miðillinn Antena 2 sem greinir frá því að Liverpool sé í erfiðleikum með að bjóða þessum öfluga sóknarmanni nýjan samning.

Diaz er sjálfur nokkuð opinn fyrir því að framlengja við Liverpool en samningur hans á Anfield rennur út 2027.

Hingað til hefur ekkert gengið í þeim málum en Barcelona, AC Milan og Paris Saint-Germain eru öll áhugasöm.

Samkvæmt þessum fregnum horfir Diaz aðallega til Spánar en hann er frá Kólumbíu og er Barcelona eitt allra vinsælasta liðið í Suður-Ameríku.

Liverpool gerir sér enn vonir um að framlengja samning Diaz sem er 27 ára gamall og er verðmetinn á 80 milljónir evra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sér alls ekki eftir því að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Kom inn í lið sem var í vandræðum“

Sér alls ekki eftir því að hafa yfirgefið Manchester United – ,,Kom inn í lið sem var í vandræðum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Manchester City án lykilmanns næsta mánuðinn

Manchester City án lykilmanns næsta mánuðinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim virðist vita vandamálið – Segir fólki að muna eftir honum hjá Ajax

Amorim virðist vita vandamálið – Segir fólki að muna eftir honum hjá Ajax
433Sport
Í gær

Segir að Amorim sé að nota De Ligt vitlaust: ,,Hann er með möguleika“

Segir að Amorim sé að nota De Ligt vitlaust: ,,Hann er með möguleika“
433Sport
Í gær

Gummi Ben vill erlendan landsliðsþjálfara og útskýrir hvers vegna – „Sonur, frændi, umboðsmaður, þetta er einn grautur“

Gummi Ben vill erlendan landsliðsþjálfara og útskýrir hvers vegna – „Sonur, frændi, umboðsmaður, þetta er einn grautur“
433Sport
Í gær

Sagður ætla að kaupa sinn fyrrum vinnustað: Moldríkur aðeins 33 ára – Var látinn fara í sumar

Sagður ætla að kaupa sinn fyrrum vinnustað: Moldríkur aðeins 33 ára – Var látinn fara í sumar
433Sport
Í gær

Fáir sem kaupa nýjustu ummæli þjálfarans – Setti varafyrirliðann á bekkinn

Fáir sem kaupa nýjustu ummæli þjálfarans – Setti varafyrirliðann á bekkinn