Það fóru fram þrír nokkuð fjörugir leikir í ensku úrvalsdeildinni í dag en flautað var til leiks klukkan 15:00.
West Ham tók á móti Brighton á heimavelli sínum í London en þeirri viðureign lauk með 1-1 jafntefli.
Brighton fékk svo sannarlega færi til að skora sigurmark undir lok leiks en West Ham vörnin hélt út og jafntefli niðurstaðan.
Brentford tapaði loksins á heimavelli en Nottingham Forest kom sá og sigraði á Community vellinum og hafði betur 0-2.
Newcastle valtaði þá yfir lið Ipswich 4-0 þar sem Alexander Isak skoraði þrjú mörk fyrir gestina.
West Ham 1 – 1 Brighton
0-1 Mats Wieffer(’51)
1-1 Mohammed Kudus(’58)
Brentford 0 – 2 Nott. Forest
0-1 Ola Aina(’38)
0-2 Anthony Elanga(’51)
Ipswich Town 0 – 4 Newcastle
0-1 Alexander Isak(‘1)
0-2 Jacob Murphy(’32)
0-3 Alexander Isak(’45)
0-4 Alexander Isak(’54)