Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland, formenn stjórnarflokkanna kynntu málefni og ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði klukkan 13 í dag. Kristrún Frostadóttir verður forsætisráðherra.
Samfylking og Viðreisn fá fjögur ráðuneyti og Flokkur fólksins þrjú.
Í stjórnarsáttmála eru meðal annars nefndar eftirfarandi aðgerðir:
Að ná stjórn á fjármálum ríkisins og stöðva hallarekstur.
Bæta skattskil og loka glufum.
Móta auðlindastefnu og ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign.
Hefja framkvæmd Sundabrautar.
Taka á skammtímaleigu íbúða.
Festa hlutdeildarlánin með skilverkari framkvæmd í sessi.
Lögfesta skýrari refsiaðgerðir vegna vinnumansals.
Auka orkuöflun og bæta orkunýtni og einfalda leyfisveitingar.
Ísland nái kolefnishlutleysi árið 2040.
Stöðva kjaragliðnun launa og lífeyris.
Frítekjumark ellilífeyris hækki í 60 þúsund krónur á kjörtímabilinu.
Stofnun hagsmunafulltrúa eldra fólks.
Bæta grunnframfærslu almannatrygginga.
Endurskoða starfsgetumat til að enginn falli á milli skips og bryggju.
Lögfesta samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks.
Fjármagna NPA samninga.
Tryggja 48 daga strandveiðar.
Hvetja til þess að fiskeldi verði komið í lokaðar kvíar.
Efla heimahjúkrun.
Stytta biðlista barna.
Skoða hvort setja eigi reglur um notkun snjallsíma í skólum.
Brottvísa erlendu fólki sem fremur alvarlega glæpi á Íslandi.
Jafna dreifikostnað raforku.
Löggjöf um gervigreind.
Koma á auðlindagjöldum í ferðaþjónustu.
Fjölga lögreglumönnum um 50.
Leita viðunandi lausna fyrir Grindvíkinga.
Jafna atkvæðavægi í alþingiskosningum.
Skipa nefnd erlendra óháðra sérfræðinga til að vinna skýrslu um krónuna.
Móta öryggis og varnarstefnu.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi viðræður um aðild að Evrópusambandinu árið 2027.
Síðasti ríkisráðsfundur fráfarandi stjórnar með Höllu Tómasdóttur forseta hefst klukkan 15. Klukkan 16:30 hefst fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar.
Ráðherrar Samfylkingar eru:
Forsætisráðherra: Kristrún Frostadóttir
Heilbrigðisráðherra: Alma Möller
Menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra: Logi Már Einarsson
Umhverfisráðherra: Jóhann Páll Jóhannsson
Forseti Alþingis: Þórunn Sveinbjarnardóttir
Ráðherrar Viðreisnar eru:
Utanríkisráðherra: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Fjármála- og efnahagsmálaráðherra: Daði Már Kristófersson
Atvinnuvegaráðherra: Hanna Katrín Friðriksson
Dómsmálaráðherra: Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Ráðherrar Flokks fólksins eru:
Félags og húsnæðismálaráðherra: Inga Sæland
Mennta og barnamálaráðherra: Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Samgöngu og sveitarstjórnarráðherra: Eyjólfur Ármannsson