fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Laufey skákar Bítlunum

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 21. desember 2024 13:30

Laufey heldur áfram að príla upp Spotify listann og skilja stjörnurnar eftir fyrir neðan sig.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að frægðarsól íslensku tónlistarkonunnar Laufeyjar haldi áfram að rísa. Nú er hún orðin stærri en Bítlarnir á tónlistarstreymisveitunni Spotify.

Ein leiðin til að mæla vinsældir tónlistarfólks, alla vega hjá ungu fólki, er að sjá hversu marga mánaðarlega hlustendur þeir hafa hjá sænska streymisrisanum.

Laufey er nú komin með 33,8 milljónir mánaðarlega hlustenda. Þar með hefur hún, allavega tímabundið, náð að skáka sjálfum Bítlunum sem oft eru nefnir merkilegasta hljómsveit sögunnar. En þeir hafa „aðeins“ 33,1 milljón þegar þetta er skrifað.

Sjá einnig:

Laufey komin fram úr risanöfnum í bransanum – Nálgast Rolling Stones

Laufey á hins vegar enn þá eftir að ná því afreki að koma einu lagi í milljarð hlustanir eins og tvær íslenskar hljómsveitir hafa gert. Það er Of Monsters and Men með lagið „Little Talks“ og Kaleo með lagið „Way Down We Go.“

Mest spilaða lag Laufeyjar er „From the Start“ sem hefur 566 milljónir hlustanir. Það er nú samt ekkert slor.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“