fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Laufey skákar Bítlunum

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 21. desember 2024 13:30

Laufey heldur áfram að príla upp Spotify listann og skilja stjörnurnar eftir fyrir neðan sig.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að frægðarsól íslensku tónlistarkonunnar Laufeyjar haldi áfram að rísa. Nú er hún orðin stærri en Bítlarnir á tónlistarstreymisveitunni Spotify.

Ein leiðin til að mæla vinsældir tónlistarfólks, alla vega hjá ungu fólki, er að sjá hversu marga mánaðarlega hlustendur þeir hafa hjá sænska streymisrisanum.

Laufey er nú komin með 33,8 milljónir mánaðarlega hlustenda. Þar með hefur hún, allavega tímabundið, náð að skáka sjálfum Bítlunum sem oft eru nefnir merkilegasta hljómsveit sögunnar. En þeir hafa „aðeins“ 33,1 milljón þegar þetta er skrifað.

Sjá einnig:

Laufey komin fram úr risanöfnum í bransanum – Nálgast Rolling Stones

Laufey á hins vegar enn þá eftir að ná því afreki að koma einu lagi í milljarð hlustanir eins og tvær íslenskar hljómsveitir hafa gert. Það er Of Monsters and Men með lagið „Little Talks“ og Kaleo með lagið „Way Down We Go.“

Mest spilaða lag Laufeyjar er „From the Start“ sem hefur 566 milljónir hlustanir. Það er nú samt ekkert slor.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“