Jón Mýrdal, eigandi veitingastaðarins Kastrup, greinir frá því á Facebook að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fráfarandi ráðherra hafi bjargað konu með heimlich aðferðinni.
„Matur stóð í einum af gestum okkar sem lippaðist niður og náði ekki andanum. Margir voru á staðnum og mikið fát myndaðist og enginn vissi hvað ætti að gera en Áslaug gekk beint til verks og beitti Heimlich aðferðinni og bjargaði lífi þessarar manneskju,“ segir Jón í færslunni.
Sjúkrabíll kom á staðinn og sögðu sjúkraflutningamenn að Áslaug hafi bjargað konunni.