Gabriel Jesus, framherji Arsenal, segir að það sé ómögulegt fyrir hann að gleðja stuðningsmenn Arsenal í dag.
Jesus er alls ekki byrjunarliðsmaður í London en skoraði þrennu í deildabikarnum í vikunni gegn Crystal Palace og minnti þar á sig.
Fyrir utan það hefur Jesus lítið gert á tímabilinu en hann segir að hann fái oft á tíðum ósanngjarna gagnrýni frá fólki sem fylgist ekki með.
,,Það er mikið af fólki sem horfir ekki á leikina. Þeir sjá stöðuna degi seinna og hverjir skora,“ sagði Jesus.
,,Ég vil skora í hverjum leik eins og allir aðrir en stundum fær maður ekki tækifærið. Fólk segir að Gabby hafi spilað 20 leiki og skorað einu sinni en ég er að koma inná í fimm eða tíu mínútur.“
,,Ég er ekki að kvarta. Ég er ekki ánægður á bekknum en ég er atvinnumaður. Pressan fylgir þessu alltaf, ég er nían fyrir Arsenal.“