Kylian Mbappe kom liðsfélögum sínum hjá Real Madrid á óvart og gaf þeim ansi fallega jólagjöf nú á dögunum.
Mbappe er á forsíðum allra blaða í hverri viku en tími hans hjá Real hefur ekki verið frábær hingað til.
Frakkinn er talinn einn besti sóknarmaður heims og hefur minnt á sig undanfarið með fimm mörk í sjö leikjum eftir erfiða byrjun.
Samkvæmt Relevo á Spáni þá fengu allir leikmenn Real gjöf frá Mbappe fyrir helgi eða svokallaða Loewe hátalara sem hann hefur hjálpað með að auglýsa.
Um er að ræða þýskt fyrirtæki sem er í samvinnu með Mbappe en hvert eintak ku kosta um 42 þúsund íslenskar krónur.
Mbappe hefur sjálfur auglýst hátalarana opinberlega og fékk þónokkra að gjöf frá fyrirtækinu fyrir jólatímann.