Ruben Dias, leikmaður Manchester City, verður frá í allavega mánuð og tekur ekkert þátt í næstu leikjum liðsins.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, staðfesti það á blaðamannafundi í gær en Dias meiddist gegn Manchester United í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Fyrr í vikunni var greint frá því að Dias hefði spilað þann leik meiddur eða þá rúmlega 20 mínútur í 2-1 tapi.
Dias er mikilvægur hlekkur í liði Guardiola en City hefur verið í gríðarlegu basli undanfarnar vikur.
Dias mun því ekkert spila um jólin og er í raun ólíklegt að hann verði með liðinu þar til í febrúar.