FIFA og Netflix hafa skrifað undir samning sem hefur glatt marga knattspyrnuaðdáendur í Bandaríkjunum.
Netflix er ein stærsta streymisþjónjusta heims en hefur verið lítið í því að sýna atburði í beinni útsendingu undanfarin ár.
Nú hefur FIFA náð samkomulagi við Netflix um að HM kvenna bæði 2027 og 2031 verði sýnt í beinni í Bandaríkjunum sem á eitt besta kvennalandslið heims.
Möguleiki er á að Netflix sýni leikina einnig í Evrópu en það verður að koma í ljós á næstu mánuðum.
Ljóst er að HM 2027 verður haldið í Brasilíu en óvíst er hvar HM 2031 fram fram að svo stöddu.