Diego Simeone hefur hrósað einum leikmanni Barcelona sérstaklega fyrir leik hans manna um helgina.
Simeone er eins og margir vita stjóri Atletico Madrid sem mætir Börsungum í stórleik kvöldsins á Spáni klukkan 20:00.
Að sögn Simeone er Barcelona með einn allra besta leikmanna deildarinnar en það er Brasilíumaðurinn Raphinha.
Raphinha hefur vissulega verið flottur á þessu tímabili en gengi Barcelona undanfarið hefur verið fyrir neðan væntingar.
,,Við erum að spila gegn liði sem er að leika mjög vel innan vallar, ég er hrifinn af unglingunum sem fá tækifærið á miðjunni. Þeir spila góðan fótbolta,“ sagði Simeone.
,,Raphinha er að mínu mati einn allra besti leikmaðurinn í La Liga vegna þess hvernig hann spilar og hversu hugrakkur hann er.“