fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Ágúst Borgþór Sverrisson, Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 20. desember 2024 21:35

Henning Busk. Hjarta- og brjóstholsskurðlæknir. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir fjölmiðlar hafa greint frá var framin árás á jólamarkað í Magdeburg í Þýskalandi fyrr í kvöld. Að minnsta kosti 2 eru látnir og um 80 slasaðir. Meðal þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem hlúa að slösuðum er hjarta- og brjóstholsskurðlæknirinn Henning Busk sem er íslenskur í aðra ættina og þýskur í hina en hann ólst upp á Íslandi.

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér

Henning starfar á háskólasjúkrahúsinu í Magdeburg. Hann ræddi stuttlega við DV en hafði ekki mikinn tíma til þess og gat ekki svarað mörgum spurningum enda í óðaönn við að reyna að bjarga mannslífum.

Hann segir að nú þegar hafi tekist að bjarga nokkrum sem fluttir hafa verið á háskólasjúkrahúsið:

„Við erum búin að fá til okkar nokkra, sem hægt var að hjálpa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“