Ísak Bergmann Jóhannesson komst á blað í kvöld er lið hans Dusseldorf mætti Magdeburg.
Útlitið var gott fyrir Dusseldorf eftir fyrri hálfleikinn en heimamenn voru þá 2-1 yfir og skoraði Ísak fyrra markið.
Magdeburg sneri leiknum hins vegar sér í vil í seinni hálfleik og skoraði fjögur mörk gegn engu frá Dusseldorf.
Tim Rossmann hjá Dusseldorf fékk að líta rautt spjald á 77. mínútu er staðan var 3-2 fyrir Magdeburg.
Dusseldorf er í vandræðum þessa dagana og hefur unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í deild.