fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. desember 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingamaðurinn Jón Bjarni Steinsson segir það vera merkilega tilfinningu að vera slaufað í Kólumbíu. Jón rekur miðborgarstaðina Dillon og Pablo Discobar. Sá síðarnefndi er diskódansstaður, eins og nafnið gefur til kynna, og er staðsettur við Ingólfstorg. Nafn staðarins er grínaktug vísun í nafnið Pablo Escobar, en hann var á sínum tíma ríkasti eiturlyfjabarón heims. Escobar réð ríkjum í Kólumbíu en hann lést í átökum við lögreglu árið 1993.

Skemmtistaðurinn Pablo Discobar hefur verið rekinn undir þessu nafni í meira en áratug en Jón Bjarni tók yfir rekstur staðarins árið 2021. Undanfarið hefur Jón Bjarni orðið var við herferð gegn staðnum sem lýsir sér í neikvæðum umsögnum á Google.

„Við fengum skilaboð á Instagram frá einhverjum sem titla sig Latino Influencer, um að við yrðum að breyta nafninu á staðnum, þetta væri móðgandi. Ég hélt fyrst að þetta væri eitthvert grín,“ segir Jón Bjarni í samtali við DV.

„Ég meina, discobar, það er bar sem spilar diskótónlist. Mér hefur aldrei verið slaufað áður og verð að viðurkenna að mér finnst gaman að vera slaufað í Kólumbíu.“

Á Pablo Discobar ríkir litrík diskóstemning. Þar eru speglar í lofti, glitrandi diskókúlur og blá ljós. „Þetta er diskóstaður í orðsins fyllstu merkinu, en auðvitað er orðaleikur í nafni staðarins, það er bara létt grín. Hefur flest fólk ekki bara húmor fyrir þessu?“ segir Jón Bjarni.

Hann segir að gagnrýnin komi frá fólki sem er í nöp við eiturlyfjabaróninn látna og þykir nafnið vera móðgun í garð kólumbísku þjóðarinnar. Í umsögnunum á Google er meðal annars sagt að maturinn sé hræðilegur, en staðurinn býður ekki upp á mat. Er staðnum gefin ein stjarna í hrönnum á Google en stjórnendur Google hafa, að sögn Jóns Bjarna, verið duglegir að fjarlægja þessar neikvæðu umsagnir eftir að hann hefur tilkynnt um þær, en Google vill ekki sjá umsagnir sem byggja eingöngu á andúð í garð nafns staðarins, en ekki á raunverulegri gagnrýni á þjónustu hans.

„Við höfum ekki sérstakar áhyggjur af þessu og okkur finnst þetta aðallega vera fyndið,“ segir Jón en neikvæðu umsagnirnar frá Kólumbíu á Google eru um 40 talsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans