fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 20. desember 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í vikunni var greint frá því að Samkaup og Heimkaup hafa skrifað undir samkomulag um sameiningu félaganna. Samkomulagið er með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og hluthafafund beggja félaga.

Verði af sameiningunni munu verslanir 10-11, Prís, Extra auk þriggja verslana sem reknar eru á þjónustustöðvum Orkunnar falla undir rekstur Samkaupa. Hluthafar Heimkaupa fá greitt, eftir sameiningu, með hlutafé í Samkaupum og eignast rúmlega 10% hlutafjár í Samkaupum. Gert er ráð fyrir skráningu félagsins á hlutabréfamarkað, segir í tilkynningu frá Skel hf. eiganda Heimkaupa. Önnur félög í eigu SKEL á neytendamarkaði, Orkan, Lyfjaval og Löður, eru ekki hluti af sameiningunni.

Þetta segja Jón G. Hauksson og Sigurður Már Jónsson mikil tíðindi í þætti þeirra af Hluthafaspjallinu á Brotkast.

„Ég held að Heimkaup, 10-11 og Extra samkvæmt þessu hafi ekki verið rekin með slikum hagnaði,“ segir Jón, þar sem þeir félagar hafa rætt að 10% hlutafé sé kannski lítið. En eftir sameiningu mun Skel eiga 15% í Samkaupum.

„Það er kannski sá hluti af peningnum sem við sjáum ekki hvernig það ferli á að gerast. Ég geri ráð fyrir að Skel muni leiða það ferli með því að auka hlutafé eitthvað,“ segir Sigurður um skráningu félagsins á hlutabréfamarkað. Jón bætir við að mögulega verði nýtt hlutafjárútboð og jafnvel almenningi hleypt að, Hagar og Festi eru á hlutabréfamarkaði.

Ræða þeir félagar hvaða þýðingu sameiningin hafi og rekstrarsögu þeirra verslana sem um ræðir. Segir Jón eigendur bjartsýna á að mikil samlegð sé í sameiningunni.

„Ég sé fullt af Prís verslunum opna á næsta ári,“ segir Jón. Segir hann Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformann Skeljar hafa langa reynslu á þessum markaði og kunna á hann og segist Jón trúa því að það sé verið að hugsa stórt með sameiningunni.

„Ég ætla að segja það að við eigum eftir að sjá tíu Prís verslanir á næsta ári, það er bara mín tilfinning. Ég sé fyrir mér að það sé búið að hugsa þetta út. Ég held við séum að sjá þriðja stærsta matvörurisann á Íslandi, verðuga samkeppni við Krónuna og Bónus. Gunnar Egill forstjóri Samkaupa hefur sagt að Nettó hafi lækkað verulega verðið á þessu ári og búin að endurskipuleggja sig.“

Horfa má á þáttinn í heild sinni á Brotkast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ísland er „bucket list“ ferðamannastaður – tollar Trumps hafa takmörkuð áhrif

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ísland er „bucket list“ ferðamannastaður – tollar Trumps hafa takmörkuð áhrif
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dönum líkar ekki tónninn, utanríkisráðherra talar um áherzlubreytingar og forsætisráðherra treystir á vernd

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dönum líkar ekki tónninn, utanríkisráðherra talar um áherzlubreytingar og forsætisráðherra treystir á vernd