Manchester-liðin, City og United, eru bæði á eftir Ederson, miðjumanni Atalanta, samkvæmt fréttum Sky í Þýskalandi.
Brasilíumaðurinn hefur heillað mjög á Ítalíu og gæti fengið skipti í stórlið vegna þess.
Ederson er metinn á 50-60 milljónir evra eftir frammistöður sínar undanfarið. Er hann samningsbundinn Atalanta til 2027.
Ederson hefur verið hjá Atalanta í tvo og hálft ár og á kappinn að baki tvo A-landsleiki fyrir hönd Brasilíu.
🚨🔴 Once again been told that #Ederson is one of the few names Manchester United are seriously considering for the central midfield position ✔️
Some decision-makers are fully convinced of his abilities. However, there is not yet a complete consensus within the club. For this… pic.twitter.com/CvFBzgmMQ5
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) December 19, 2024