fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fókus

Þau hættu saman árið 2024

Fókus
Fimmtudaginn 26. desember 2024 11:00

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástin kviknar og ástin slokknar, í tilfelli einstaklinganna hér að neðan gerðist það síðarnefnda á árinu og var til umfjöllunar í fjölmiðlum landsins.

Sjá einnig: Þau fundu ástina árið 2024

Albert og Guðlaug

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og barnsmóðir hans, Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir, hættu saman eftir níu ára samband. Þau eiga tvö börn.

Í sumar var Albert ákærður fyrir nauðgun og var sýknaður í haust. Dómnum hefur verið áfrýjað.

Ósk og Ingólfur

Ósk og Ingó eiga von á sínu fyrsta barni - DV

Leiðir skildu hjá Ósk Tryggvadóttur og Ingólfi Val Þrastarssyni í ár. Þau eiga saman son.

Ósk er vinsæll skemmtikraftur og rekur fyrirtækið Flame Entertainment, hún kemur fram á viðburðum sem eldgleypir og dansari. Þau njóta einnig mikillar velgengni á OnlyFans og hafa verið ötulir talsmenn fyrir réttindum kynlífsverkafólks um árabil.

Hugrún og Herra heimur

Fegurðardrottningin og fyrirsætan Hugrún Birta Egilsdóttir varð einhleyp í byrjun árs. Hún og Jack Heslewood hættu saman, en Jack var valinn Mister World, eða Herra heimur, árið 2019.

Parið kynntist í gegnum fegurðarsamkeppnina Miss World, þar sem Hugrún keppti í fyrir hönd Íslands í mars 2022. Jack var kynnir í keppninni, en hann er einnig tónlistarmaður.

Emilíana Torrini og Rowan Patrick

Söngkonan Emilíana Torrini og Rowan Patrick Robinson Cain eru að skilja. Emilíana og Rowan gengu í það heilaga sumarið 2019. Lítið fór fyrir giftingu þeirra en það kom fram í Lögbirtingablaðinu á sínum tíma að hjónin höfðu látið gera kaupmál

Halla og Harry

Mynd: Sigtryggur Ari

Leiðir skildu hjá leikkonunni og verðbréfamiðlaranum Höllu Vilhjálmsdóttur Koppel og Harry Koppel. Þau eiga saman þrjú börn

Ásdís Rán og Þórður Daníel (en samt eiginlega ekki)

Íslenskir karlmenn voru hræddir við hana en ekki Þórður Daníel - DV

Ísdrottningin og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Þórður Daníel Þórðarson hættu saman í maí. Þórður er eigandi Icestore.bg, sem er bæði verslun og netverslun í Búlgaríu sem selur nikotínpúða.

Þau voru þó bara hætt saman í stutta stund. Í júní greindi Ásdís frá því að þau væru byrjuð aftur saman.

„Við erum saman. Karlmenn geta verið svo dramatískir. Ef þeir eiga ákveðnar konur sem eru uppteknar þá getur komið upp krísa í paradís. Hann er svona eins og frekur, lítill krakki sem þarf aðeins að móta til,“ sagði Ásdís Rán á K100.

„Þetta var ekki beint pása meira svona fýlukast. En það verður að leyfa honum að njóta vafans því ég er ekki auðveld kona. Hef verið upptekin og hef sinnt honum illa. Svo var ég í forsetaframboði og hann hélt ég væri farin að eilífu. Það er ekki auðvelt að eiga eina Ásdísi Rán.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvers vegna byrja jólin á Íslandi klukkan sex að kvöldi aðfangadags?

Hvers vegna byrja jólin á Íslandi klukkan sex að kvöldi aðfangadags?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“