Arsenal goðsögnin Ian Wright hefur komið Marcus Rashford til varnar eftir að hann var settur út í kuldann hjá Manchester United.
Rashford virðist alls ekki inni í myndinni hjá nýja stjóranum Ruben Amorim og er hann sjálfur opinn fyrir því að leita annað.
Wright telur Rashford þó alls ekki hafa sungið sitt síðasta.
„Ég kom til Arsenal 28 ára gamall. Haldiði að ég muni afskrifa einhvern með hæfileika eins Rashford er með þegar hann er 27 ára?
Það eru svo margir sem vilja ólmir sjá ungu fólki mistakast til að segjast geta haft rétt fyrir ykkur. Þið mynduð þiggja að eiga 1 prósent af ferlinum sem Marcus hefur átt,“ segir hann.
Rashford er orðaður við Paris Saint-Germain, sem og lið í Sádi-Arabíu svo dæmi séu tekin.