Bandaríska leik- og söngkonan Audrey Landers er stödd hér á landi ásamt fjölskyldu sinni.
Landers hefur komið víða við í sjónvarpi og kvikmyndum frá árinu 1972 til 2018.
Þekktust er hún fyrir hlutverk sitt sem Afton Cooper í sjónvarpsþáttunum Dallas. Á árunum 1981-1984 auk ársins 1989 lék hún í 85 þáttum. Þættirnir sem eru meðal vinsælustu þáttaraða allra tíma urðu alls 357 á árabilinu 1978 til 1991. Landers endurtók svo hlutverk sitt í endurgerð Dallas árið 2012.
View this post on Instagram
Í þáttunum er Afton Cooper systir Mitch sem er eiginmaður Lucy Ewing, dóttur miðsonar Ewing veldisins. Cooper verður ástkona J. R. Ewing, elsta sonarins, og einnig erkióvinar hans, Cliff Barnes.