Þetta herma heimildir Morgunblaðsins sem fjallar um málið í dag.
Þar kemur fram að Samfylking og Viðreisn fái fjögur ráðuneyti hvort en Flokkur fólksins fái þrjú ráðuneyti. Eitt ráðuneyti verði síðan lagt niður.
Eins og greint var frá í gær verður stjórnarsáttmáli flokkanna að óbreyttu kynntur um helgina. „Við stefnum að því að kynna stjórnarsáttmálann um helgina og í framhaldi af því að mynda ríkisstjórn,“ sagði Kristrún í gær.