Enzo Maresca hefur ekki útilokað það að Chelsea muni reyna að fá inn vængmann í janúarglugganum.
Chelsea verður án Mykhailo Mudryk í langan tíma en útlit er fyrir að Úkraínumaðurinn hafi tekið inn ólögleg efni og féll á lyfjaprófi vegna þess.
Mudryk er ekki byrjunarliðsmaður undir Maresca en hann fær þó að spila reglulega í bikarkeppnum og í Evrópu.
Maresca ætlar nú að treysta á hinn unga Tyrique George í næstu leikjum en möguleiki er á að Chelsea kaupi nýtt andlit í glugganum í janúar.
,,Við eigum nokkra leiki framundan áður en janúar hefst. Við eigum Everton, Fulham og Ipswich,“ sagði Maresca.
,,Eftir þá leiki þá munum við ræða málin og sjá hvort við þurfum að gera eitthvað. Tyrique George mun fá mínútur og við reynum að hjálpa honum á hverjum degi.“