Thiago Alcantara, fyrrum leikmaður Liverpool, er óvænt að snúa aftur í þjálfarateymi stórliðs Barcelona.
Frá þessu greinir Marca á Spáni en Thiago lagði skóna á hilluna í fyrra eftir dvöl hjá enska félaginu.
Spánverjinn var hluti af þjálfarateymi Börsunga í sumar en var stuttu seinna látinn fara sem kom mörgum á óvart.
Talið er að Thiago hafi verið fenginn inn til að byrja með þar sem hann getur talað bæði þýsku sem og ensku.
Nú er Hansi Flick, stjóri Bayern, að horfa aftur til Thiago og vill fá þennan 33 ára gamla reynslubolta til að taka að sér hlutverk til framtíðar.