Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var í gær spurður út í framtíð Marcus Rashford, leikmanns liðsins.
Rashford virðist vera á förum frá United en hann hefur gefið út að hann þurfi á nýrri áskorun að halda.
Amorin tjáði sig eftir 4-3 tap gegn Tottenham í gær en leikið var í deildabikarnum og er United úr leik.
Amorim var spurður hvort Rashford ætti framtíð fyrir sér hjá félaginu og hafði þetta að segja.
,,Auðvitað, hann er leikmaður Manchester United,“ sagði Amorim um Rashford.
,,Við æfum á morgun og Rashford verður þar í undirbúningi fyrir næsta leik. Þið fáið að sjá liðið þegar að því kemur.“