Víkingur Reykjavík er búið að tryggja sér sæti í umspilsleik í að komast í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar.
Þetta varð ljóst í kvöld eftir að Víkingar mættu austurríska félaginu LASK Linz í lokaumferðinni.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleiknum.
Þegar þetta er skrifað hafnar Víkingur í 19. sæti af 36 liðum og er fyrsta íslenska liðið í sögunni til að komast svo langt.
Á sama tíma tryggði Chelsea sér toppsæti deildarinnar og er með fullt hús stiga eftir sex leiki.