Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur gefið í skyn að hann ætli að gefa Brasilíumanninum Gabriel Jesus fleiri mínútur á næstu vikum.
Jesus fékk tækifærið í gær er Arsenal mætti Crystal Palace og vann 3-2 sigur í deildabikarnum.
Jesus var besti leikmaður Arsenal í þessari viðureign en hann skoraði þrennu til að tryggja heimaliðinu sigur.
,,Ég er svo ánægður fyrir hans hönd. Augljóslega leið langur tími á milli marka en í dag skoraði hann þrjú,“ sagði Arteta.
,,Það er frábært fyrir okkur sem og hann að við getum treyst á leikmann með þessi gæði.“
,,Hann leit úr fyrir að vera í sínu besta standi. Gabby í þessum gæðaflokki er gríðarlegur fengur fyrir okkur.“