fbpx
Föstudagur 20.desember 2024
Fréttir

Þorsteinn banaði eiginkonu sinni og sagður ekki hafa brotið lög áður – Fékk dóm fyrir íkveikju árið 1992

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 19. desember 2024 21:00

Wathne-húsið brennur. Mynd: Skjáskot timarit.is/Morgunblaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Hermann Þorbjörnsson hlaut 12 ára dóm fyrir brot í nánu sambandi og stórfellda líkamsárás með dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra þann 9. desember. 

Hann var ákærður þann 12. júlí fyrir manndráp og stórfelld brot í nánu sambandi, með því að hafa aðfaranótt mánudagsins 22. apríl, svipt fimmtuga eiginkonu sína lífi. 

Þorsteinn nýtur nafnleyndar í dómnum sem birtur var 11. desember, en DV birti fyrstur fjölmiðla nafn hans í gær.

Sjá einnig: Banaði eiginkonu sinni á Akureyri – Nafnleynd á öllum stigum máls gagnrýnd harðlega

Dómurinn hefur vakið umræðu í samfélaginu, bæði vegna nafnleyndar Þorsteins allt frá upphafi og í dóminum sjálfum, vegna lengdar dómsins og að Þorsteinn er ekki dæmdur fyrir manndráp.

Dómur tilgreinir að Þorsteinn hafi ekki áður verið dæmdur til refsingar

Annað sem vekur athygli er að í dómnum segir undir kaflanum um ákvörðun refsingar (bls. 24, liður 126 og 127) að „Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins hefur ákærði ekki áður verið dæmdur til refsingar.“

Samkvæmt 8. kafla almennra hegningarlaga getur dómari litið til fjölmargra atriða sem hafa áhrif á refsihæð, það er hver refsing er í sakamálum og lengd dóma, eitt þeirra atriða er hvort ákærði hefur áður verið dæmdur til refsingar.

Í dóminum er eins og áður sagði Þorsteinn sagður ekki hafa verið dæmdur áður til refsingar, en hann er 63 ára að aldri. 

Sjö mánaða dómur fyrir íkveikju mannlauss íbúðarhúss

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV fékk Þorsteinn sjö mánaða fangelsisdóm árið 1992 fyrir íkveikju í Wathne-húsinu við Hafnargötu á Seyðisfirði 28. janúar árið 1992.

DV sagði frá brunanum á baksíðu blaðsins þriðjudag 28. janúar. Þar kemur fram að húsið sem var tvílyft hafi gjöreyðilagst í eldinum. Sigurjón Andri Guðmundsson lögregluþjónn varð fyrstur var við eldinn, sem tók slökkvilið bæjarins þrjár klukkustundir að ná niðurlögum á. 

DV 28. janúar 1992
Mynd: Skjáskot timarit.is

Daginn eftir greindi Morgunblaðið frá því, og birti mynd af húsinu alelda, að íbúar hússins hafi flust úr því tveimur mánuðum áður, í nóvember eftir að eldur kviknaði í kjallara hússins út frá kyndingu. Ekki væri vitað um eldsupptök en málið í höndum rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík. 

Morgunblaðið 29. janúar 1992
Mynd: Skjáskot timarit.is

Miðvikudaginn 30. janúar greindi Morgunblaðið frá því að vettvangsrannsókn hefði leitt í ljós að um íkveikju væri að ræða. 

Framburður Þorsteins vegna íkveikjunnar ekki talinn trúverðugur

Laugardaginn 30. desember greindi Morgunblaðið frá því að 31 árs karlmaður hefði verið dæmdur í 7 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að kveikja í Wathne-húsinu. Hann var einnig dæmdur til að greiða um það bil 12 milljónir króna í skaðabætur til tryggingafélags eigenda hússins. 

Í fréttinni kemur fram að maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa hótað manni líkamstjóni ef sá segði það sem hann vissi um aðild mannsins að íkveikjunni. Héraðsdómari sýknaði manninn af þeim hluta ákærunnar vegna skorts á sönnunum.

Maðurinn játaði að hafa farið inn í húsið með 0,4 lítra af bensíni í brúsa í því skyni að kveikja í húsinu. Fyrir dómi sagði hann að sér hefði snúist hugur þegar hann var kominn inn í húsið, en þá hafí bensínið fallið úr höndum hans og síðan þegar hann hafí kveikt á kveikjara til að sjá handa sinna skil hafí logi úr kveikjaranum komist í bensínið og kveikt eldinn. Á þennan framburð var ekki lagður trúnaður í dóminum og lagt til grundvallar að maðurinn hefði af ráðnum hug kveikt í húsinu. 

Tekið er fram að húsið var íbúðarhús og íbúar fluttir út vegna viðgerða á húsinu, utan að einn þeirra hafði af og til sofið í húsinu. Hinn ákærði kvaðst hafa fullvissað sig um að enginn væri í húsinu áður en kveikt var í því. 

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að almannahætta hafi stafað af íkveikjunni og hafi maðurinn því gerst sekur um brot á 1. mgr. 164. greinar almennra hegningarlaga sem leggur að lágmarki 6 mánaða fangelsisrefsingu við því að valda eldsvoða sem hefur í för með sér slika hættu. Maðurinn hafði ekki áður sætt ákæru eða refsingu og var dæmdur til 7 mánaða fangelsisvistar, óskilorðsbundið, auk greiðslu sakarkostnaðar. 

Þorsteinn er ekki nafngreindur í ofangreindum fréttaflutningi árið 1992, en samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV er hann maðurinn sem dæmdur var fyrir að kveikja í Wathne-húsinu. 

„Mér finnst bara allt í lagi að fólk sjái að þetta [innskot blaðamanns: dómurinn nú í desember 2024] var ekki hans fyrsta brot,“ segir heimildamaður DV.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Viðvörunarhljóð í Kringlunni og öllum gestum Hagkaupa vísað á dyr – Reyndist ástæðulaus ótti

Viðvörunarhljóð í Kringlunni og öllum gestum Hagkaupa vísað á dyr – Reyndist ástæðulaus ótti
Fréttir
Í gær

Langflest vilja sjá ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins samkvæmt nýrri könnun

Langflest vilja sjá ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins samkvæmt nýrri könnun
Fréttir
Í gær

Arkitekt um þéttingarreiti í Reykjavík: „Ekki skrýtið að fólk sé að upplifa kulnun og streitu“

Arkitekt um þéttingarreiti í Reykjavík: „Ekki skrýtið að fólk sé að upplifa kulnun og streitu“