Hann birti færslu á samfélagsvef sínum, Truth Social, þar sem hann segist ætla að reyna að binda enda á klukkubreytinguna á vorin og haustin.
Hann skrifaði að þetta sé til óþæginda fyrir fólk og sé mjög kostnaðarsamt.
Í mörgum ríkjum Bandaríkjanna er klukkunni flýtt um eina klukkustund í mars og síðan seinkað um eina í nóvember. Markmiðið með þessu er að hámarka nýtingu dagsbirtunnar yfir sumarmánuðina.
Heitar umræður hafa lengi verið um þetta fyrirkomulag og á það ekki bara við um Bandaríkin því í Evrópu eru skoðanir skiptar um gagnsemi þessa fyrirkomulags.
Það voru Þjóðverjar sem tóku fyrstir upp á þessu en það gerðu þeir í fyrri heimsstyrjöldinni vegna kolaskorts og myrkvunar vegna loftárása.
Nær öll ríki Bandaríkjanna hafa viðhaft sumar- og vetrartíma síðan á sjöunda áratugnum en þó eru sum sem breyta klukkunni ekki og má þar nefna Arizona og Hawaii.