fbpx
Föstudagur 20.desember 2024
Pressan

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Pressan
Föstudaginn 20. desember 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mörgum ríkjum Bandaríkjanna er klukkunni breytt tvisvar á ári, það er að segja notast er við sumartíma og vetrartíma. Þetta er svipað fyrirkomulag og er við lýði víða í Evrópu. Nú segir Donald Trump, verðandi forseti, að tími sé til kominn að hætta þessu.

Hann birti færslu á samfélagsvef sínum, Truth Social, þar sem hann segist ætla að reyna að binda enda á klukkubreytinguna á vorin og haustin.

Hann skrifaði að þetta sé til óþæginda fyrir fólk og sé mjög kostnaðarsamt.

Í mörgum ríkjum Bandaríkjanna er klukkunni flýtt um eina klukkustund í mars og síðan seinkað um eina í nóvember. Markmiðið með þessu er að hámarka nýtingu dagsbirtunnar yfir sumarmánuðina.

Heitar umræður hafa lengi verið um þetta fyrirkomulag og á það ekki bara við um Bandaríkin því í Evrópu eru skoðanir skiptar um gagnsemi þessa fyrirkomulags.

Það voru Þjóðverjar sem tóku fyrstir upp á þessu en það gerðu þeir í fyrri heimsstyrjöldinni vegna kolaskorts og myrkvunar vegna loftárása.

Nær öll ríki Bandaríkjanna hafa viðhaft sumar- og vetrartíma síðan á sjöunda áratugnum en þó eru sum sem breyta klukkunni ekki og má þar nefna Arizona og Hawaii.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessar matvörur skemma svefninn fyrir þér

Þessar matvörur skemma svefninn fyrir þér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ótrúleg saga furðufuglsins sem var ranglega sakaður um tilraun til forsetamorðs

Ótrúleg saga furðufuglsins sem var ranglega sakaður um tilraun til forsetamorðs
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hátíð blóðtappanna – Þetta getur þú gert til að minnka líkurnar á blóðtappa

Hátíð blóðtappanna – Þetta getur þú gert til að minnka líkurnar á blóðtappa
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hver er maðurinn? Handskrift og peningar meðal þess sem fannst á líkinu fyrir 45 árum

Hver er maðurinn? Handskrift og peningar meðal þess sem fannst á líkinu fyrir 45 árum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Fyrir 1 viku

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði