Myndirnar voru gerðar með aðstoð gervigreindar og eru af Madonnu, íklæddri undirfatnaði einum saman, og Frans páfa.
Madonna gerði myndirnar ekki sjálf en deildi þeim á Instagram. „Að fara svona inn í helgina,“ skrifaði hún við aðra og við hina skrifaði hún: „Það er gott þegar það er tekið eftir manni“.
En mörgum þykir þetta mjög ósmekklegt og meðal viðbragða á X eru neðantalin ummæli:
„Þetta er svo ósmekklegt“
„Þvílíkt virðingarleysi“
„Þetta er svo undarlegt“
„Hún hefur misst vitið“
„Þetta er klikkað virðingarleysi og undarlegt og ég er ekki einu sinni kristin“
En sumir eru ánægðir með myndirnar og nokkrir spyrja hvort þær séu ekta.
Madonna og kaþólska kirkjan hafa lengi verið ósátt við hvort annað. Kaþólskir leiðtogar fordæmdu Madonnu á sínum tíma fyrir myndbandið við lagið „Like a Prayer“ en þar sáust logandi krossar og styttur sem blæddi úr.
Madonna shares AI photo with the Pope. pic.twitter.com/UvYLOMjY79
— Pop Crave (@PopCrave) December 14, 2024