fbpx
Föstudagur 20.desember 2024
433Sport

Skaut hressilega á liðsfélaga á Instagram – ,,Taggar hann eins og hann sé að fara fylgja þér“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 19. desember 2024 20:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cole Palmer, stjarna Chelsea, skaut hressilega á liðsfélaga sinn Romeo Lavia í gær en þeir leika saman undir stjórn Enzo Maresca.

Það eru ekki allir sem vita að Maresca er á samskiptamiðlinum Instagram en hann er þó alls ekki virkur á sínum aðgangi.

Lavia birti nokkrar myndir af sér ásamt liðsfélögum á æfingasvæðinu en á einni mynd mátti sjá Maresca.

Lavia ákvað að ‘tagga’ Maresca í þeirri mynd og vonaðist mögulega eftir því að sá ítalski myndi fylgja honum á Instagram í kjölfarið.

,,Af hverju ertu að ‘tagga’ stjórann eins og hann sé að fara að fylgja þér?“ skrifaði Palmer og bætti við hláturskalli.

Maresca er að fylgja sjö aðilum á Instagram en þar er enginn leikmaður liðsins heldur aðeins karla og kvennalið Chelsea, enska úrvalsdeildin, FIFA, UEFA og UNICEF.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Birtir mynd af sér daginn eftir brotið skelfilega

Birtir mynd af sér daginn eftir brotið skelfilega
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kominn í aukahlutverk og gæti fært sig til London í byrjun nýs árs

Kominn í aukahlutverk og gæti fært sig til London í byrjun nýs árs
433Sport
Í gær

Frændi Jóns og Viðars blandar sér í stóra FH-málið – Hjólar í verðandi bæjarstjóra og segir ákveðna aðila hafa horn í síðu bræðranna

Frændi Jóns og Viðars blandar sér í stóra FH-málið – Hjólar í verðandi bæjarstjóra og segir ákveðna aðila hafa horn í síðu bræðranna
433Sport
Í gær

Hlaut hrottalega áverka á andliti í kvöld – Mynd ekki fyrir viðkvæma

Hlaut hrottalega áverka á andliti í kvöld – Mynd ekki fyrir viðkvæma