Carlo Ancelotti er orðinn sigursælasti stjóri í sögu Real Madrid eftir sigur á Pachuca í millalandamóti FIFA í vikunni.
Ancelotti hefur undanfarin ár gert stórkostlega hluti með Real en hann er að þjálfa liðið í annað sinn.
Real var í litlum vandræðum með andstæðinga sína í þessum leik en Pachuca er lið frá Mexíkó.
Ancelotti sem er undir pressu í dag hefur unnið 15 titla á ferli sínum sem þjálfari spænska stórliðsins.
Magnaður árangur hjá sannkallaðri goðsögn en hann hefur þjálfað Real frá 2013-2015 og svo 2021 til ársins í dag.
Ancelotti hefur unnið Meistaradeildina þrisvar, deildina tvisvar, Copa del Rey tvisvar, Ofurbikarinn tvisvar, Ofurbikar UEFA tvisvar, heimsmeistaramót félagsliða tvisvar og nú mótið umtalaða.