Víkingur Reykjavík spilar gríðarlega mikilvægan leik í Sambandsdeildinni í kvöld en margir leikir hefjast klukkan 20:00.
Víkingur spilar við lið LASK frá Austurríki í lokaumferðinni og er fyrir leik með sjö stig í 19. sæti deildarinnar.
Víkingar geta skráð sig í sögubækurnar með jafntefli eða sigri í leiknum og komist í umspil um að komast í 16-liða úrslit keppninnar.
Þó Víkingar tapi leiknum þá er enn möguleiki á að liðið endi í einu af 24 efstu sætunum í 36 liða deild.
Hér má sjá byrjunarlið Víkings í kvöld.
Kæru Víkingar, Arnar Gunnlaugsson hefur valið byrjunarliðið í sjötta og síðasta leik okkar í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Það er allt undir, við þurfum ykkar stuðning! ÁFRAM VÍKINGUR! pic.twitter.com/jP9EnKbZMA
— Víkingur (@vikingurfc) December 19, 2024