fbpx
Föstudagur 20.desember 2024
Fókus

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 19. desember 2024 19:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska sjónvarpsstöðin færir aðdáendum jóla fjölmargar myndir ár hvert til að horfa á og njóta á aðventunni og yfir hátíðarnar. Ein nýrra mynda í ár er Christmas Quest, en sú mynd nýtur ákveðnar sérstöðu hvað okkur íslendinga varðar, því myndin var öll tekin upp hérlendis fyrr á þessu ári. 

Tökustaðir voru meðal annars miðbærinn, Perlan þar sem galakvöldverður fór fram, Kvernufoss og Mosfellsbær.

Kvik­mynd­in fjall­ar um forn­leifa­fræðing sem kem­ur til Íslands yfir jóla­hátíðina ásamt fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um í leit að föld­um fjár­sjóði. Aðalhlutverkin leika Lacey Chabert, sem helst er að minnast fyrir hlutverk hennar í Mean Girls, og Kristoffer Polaha, sem lék meðal annars í Wonder Woman.

Fjöldi íslendinga prýðir kreditlistann bæði sem leikarar og kvikmyndatökuteymi, þar á meðal Búi Baldvinsson sem framleiðandi.

Myndin er bráðfyndin og jólaleg frá upphafi til enda. Í einu atriðanna finnur parið kött á Skólavörðustíg og leitar eiganda hans uppi sem reynist búa í fallegu einbýlishúsi. Eigendurnir eru leiknir af Hönnu Maríu Karlsdóttur og Þór Tuliníus, Hanna María kennir parinu að skera út laufabrauð og Þór býður þeim upp á skötu.

Húsið sem þau atriði eru tekin upp í er nú til sölu. Húsið er einbýlishús byggt árið 1979 á einni fallegustu útsýnislóð Mosfellsbæjar. Sér heimreið er að húsinu og stórt bílaplan sem rúmar átta bíla hið minnsta.

Húsið er 202,2 m2,  þar af bílskúr 44,5 m2 . Bílaplan er um 225 fm. Eignin skiptist í eldhús, stofu og borðstofu í einu rými, fjögur svefnherbergi, sjónvarpsrými, tvö baðherbergi,  þvottahús og forstofu.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Horfa má á myndina á YouTube.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur
Fókus
Í gær

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lögmaður Jay-Z: Þessi fjögur atriði í framburði konunnar standast ekki

Lögmaður Jay-Z: Þessi fjögur atriði í framburði konunnar standast ekki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vitni að andláti Liam Payne stígur fram – „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“

Vitni að andláti Liam Payne stígur fram – „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“