Bandaríska sjónvarpsstöðin færir aðdáendum jóla fjölmargar myndir ár hvert til að horfa á og njóta á aðventunni og yfir hátíðarnar. Ein nýrra mynda í ár er Christmas Quest, en sú mynd nýtur ákveðnar sérstöðu hvað okkur íslendinga varðar, því myndin var öll tekin upp hérlendis fyrr á þessu ári.
Tökustaðir voru meðal annars miðbærinn, Perlan þar sem galakvöldverður fór fram, Kvernufoss og Mosfellsbær.
Kvikmyndin fjallar um fornleifafræðing sem kemur til Íslands yfir jólahátíðina ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum í leit að földum fjársjóði. Aðalhlutverkin leika Lacey Chabert, sem helst er að minnast fyrir hlutverk hennar í Mean Girls, og Kristoffer Polaha, sem lék meðal annars í Wonder Woman.
Fjöldi íslendinga prýðir kreditlistann bæði sem leikarar og kvikmyndatökuteymi, þar á meðal Búi Baldvinsson sem framleiðandi.
Myndin er bráðfyndin og jólaleg frá upphafi til enda. Í einu atriðanna finnur parið kött á Skólavörðustíg og leitar eiganda hans uppi sem reynist búa í fallegu einbýlishúsi. Eigendurnir eru leiknir af Hönnu Maríu Karlsdóttur og Þór Tuliníus, Hanna María kennir parinu að skera út laufabrauð og Þór býður þeim upp á skötu.
Húsið sem þau atriði eru tekin upp í er nú til sölu. Húsið er einbýlishús byggt árið 1979 á einni fallegustu útsýnislóð Mosfellsbæjar. Sér heimreið er að húsinu og stórt bílaplan sem rúmar átta bíla hið minnsta.
Húsið er 202,2 m2, þar af bílskúr 44,5 m2 . Bílaplan er um 225 fm. Eignin skiptist í eldhús, stofu og borðstofu í einu rými, fjögur svefnherbergi, sjónvarpsrými, tvö baðherbergi, þvottahús og forstofu.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.
Horfa má á myndina á YouTube.