Mauricio Pochettino hefur byrjað nokkuð vel í nýju starfi en hann er í dag hjá bandaríska karlalandsliðinu.
Pochettino býr yfir mikilli reynslu en hann hefur þjálfað lið eins og Tottenham, PSG og Chelsea.
Pochettino og hans menn unnu tvo leiki gegn Jamaíka í nóvember en þetta var hans frumraun sem landsliðsþjálfari.
Nú hefur verið birt myndband af hálfleiksræðu Pochettino í öðrum leiknum en Bandaríkin voru 3-0 yfir eftir fyrri hálfleikinn í St. Louis.
Þar lofaði Pochettino leikmönnum sínum grillveislu eftir leik ef þeir myndu halda áfram þeirri frammistöðu og skora nokkur mörk til viðbótar.
Bandaríkin unnu að lokum 4-2 sigur í þessum leik en Jamaíka var betri aðilinn í seinni hálfleik og skoraði tvö mörk gegn einu.