Nani, fyrrum leikmaður Manchester United, er hættur í fótbolta en hann er 38 ára gamall í dag.
Nani endaði ferilinn í heimalandinu Portúgal en hann hefur komið víða við á sinni ævi í fótboltanum.
Nani spilaði við lið eins og Sporting, Manchester United, Fenerbahce, Valencia og Lazio svo eitthvað sé nefnt.
Portúgalinn fékk óvæntan glaðning eftir að hafa lagt skóna á hilluna en hann snæddi morgunverð með engum öðrum en Sir Alex Ferguson.
Ferguson er einn besti ef ekki besti þjálfari sögunnar en hann og Nani unnu saman hjá United í sex ár á sínum tíma.
Færslu Nani má sjá hér.
Delicious breakfast – this time in Portugal – with the great and special company of Sir Alex Ferguson. Amazing time, great memories. See you again soon, Boss 😃 pic.twitter.com/dnWNnsYXHD
— Nani (@luisnani) December 18, 2024