fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið

Pressan
Þriðjudaginn 24. desember 2024 21:30

Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal muna sem varðveittust eftir hið sögufræga slys þegar farþegaskipið Titanic sökk á siglingu sinni frá Englandi til Bandaríkjanna í apríl árið 1912 er vasaúr en það var í eigu manns sem lést í slysinu. Saga eiganda úrsins og eiginkonu hans, sem var meðal þeirra sem björguðust úr skipinu, er í senn mikil harm- og ástarsaga sem þykir minna á söguþráð stórmyndarinnar Titanic frá 1997.

Úrið var fyrir nokkrum árum selt á uppboði fyrir 57.500 Bandaríkjadali (um 8 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi).

Það var í eigu manns að nafni Sinai Kantor. Hann var rússneskur gyðingur og var á leið til Bandaríkjanna með Titanic til að hefja þar nýtt líf. Úrið fannst á líki Kantor eftir að það náðist upp úr sjónum nokkrum dögum eftir slysið. Kantor var þá 34 ára gamall en með honum í för var eiginkona hans Miriam, 24 ára. Þau voru bæði frá Vitebsk sem þá tilheyrði rússneska keisaradæminu en er í dag hluti af Belarús.

Þau keyptu sér farmiða á öðru farrými skipsins og kostuðu þeir samtals 26 sterlingspund á verðlagi ársins 1912 en samkvæmt Englandsbanka eru það 2.512 pund (440.881 íslensk króna) á verðlagi nóvember 2024.

Hjónin voru á leiðinni til Bandaríkjanna en þau voru sögð ætla sér bæði að læra læknisfræði og tannlækningar. Þau höfðu með sér nokkurt magn af loðfeldum en Sinai hafði selt slíkan varning í Rússlandi og ætlaði að selja þá í Bandaríkjunum til að fjármagna námið.

Brostnir draumar

Stefnan um borð í Titanic var að konur og börn færu fyrst um borð í björgunarbáta. Miriam fór því um borð í einn þeirra en ekkert pláss var fyrir Sinai sem eins og svo margir annarra farþega sem komust ekki að beið bana í köldum sjónum sem einn tók við eftir að skipið sökk.

Lík hans fannst nokkrum dögum síðar og var hann með vasaúrið sitt innanklæða.

Ljóst var því að slysið batt enda á drauma þeirra um að byrja saman nýtt líf í Bandaríkjunum.

Miriam þurfti að berjast fyrir dómstólum til að fá úrið og aðrar þær eigur Sinai sem tókst að bjarga úr sjónum afhentar.

Minnisvarði um það sem ekki varð

Úrið var mjög vandað. Tölurnar eru á hebresku en aftan á úrinu er mynd sem munstruð er í málminn en hún er af Móses sem heldur á steintöflunum með boðorðunum 10.

Það fór hins vegar ekki vel með úrið að vera í vasa Sinai í köldum sjónum í nokkra daga og tíminn hefur síðan bætt við slitið. Vísarnir eru svo slitnir að þeir eru nánast horfnir, blettir eru á skífunni, nokkuð er af ryði á úrinu og silfur sem var utan um úrkassann hefur tærst alfarið í burtu svo að eftir stendur aðeins látúnið þar undir.

Þrátt fyrir að úrið hafi látið mjög á sjá þá er það samt sem áður í raun minnisvarði um drauma og brostnar vonir og lífið sem var tekið frá ekki bara eiganda þess, Sinai Kantor, heldur um 1.500 öðrum manneskjum í ísköldu Atlantshafinu þessa nótt í apríl 1912. Skipið sem átti að sögn ekki að geta sokkið varð drambi mannanna gagnvart náttúrunni að bráð.

Byggt á umfjöllum All that’s Interesting.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir „algjörlega nauðsynlegt“ að Bandaríkin eignist Grænland

Trump segir „algjörlega nauðsynlegt“ að Bandaríkin eignist Grænland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót