fbpx
Föstudagur 20.desember 2024
EyjanFastir pennar

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Eyjan
Föstudaginn 20. desember 2024 06:00

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: Kári Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég vildi bara hugga ykkur með því að ég hef nákvæmlega ekkert gert fyrir jólin. Heima hjá mér er óræst og ógurlega mikið bara allt út um allt. Þrátt fyrir þetta munu jólin koma, þegar þau koma.

Eitt barn liggur í svo heiftarlegri flensu að ég skráði mig hikstalaust í álhattafélagið. Þessu barni varð aldrei misdægurt fyrr en eftir bölvaðar Covid sprauturnar en síðan hefur það fengið slíkar flensur allavega tvisvar á ári að ég hef ekki vitað annað eins. Samt munu jólin koma, þegar þau koma.

Ég hef ekki bakað eina einustu sort. Keypti smákökur í nokkru magni af dóttur hennar Halldóru vinkonu minnar. Þar fer barn með viðskiptavit og söluhæfileika. Hún hefur gaman að því að baka, sem ég hef ekki, og bakar þar að auki kökur úr uppskriftasafni ömmu sinnar. Þær kökur kann ég að meta og þekki nauðavel enda átum við Halldóra þær óspart þegar ég gisti hjá henni sem unglingur.

Síðan kom mín elskulega tengdamamma með sínar frábæru smákökur sem pabbi þeirra elskaði og þau genetískt gera það auðvitað líka! Jólin munu koma, þegar þau koma, það er eitt sem víst er.

Mér tókst að pína mömmu mína til að baka ein jólin þegar ég var stelpa, þær fundust ári síðar uppi á skáp óétnar. En samverustundin var eftirminnileg og kannski sérlega innkaupaleiðangurinn í aðdraganda bakstursins, þar sem við fetuðum bökunarganginn illa að okkur í þessum nýlenduvöruflokki.

Ég tók allavega heilan áratug í það sem fullorðin að þykjast hafa gaman af jólunum, bakaði, skreytti mikið, lagði feikn upp úr matseld og sviðsetti fyrir mig og aðra að sú afbökun jólanna sem við búum við væri á einhvern hátt eðlileg, sem hún er ekki. Ég er hætt að leika jólabarn.

Núorðið held ég mig utan jólanna að mestu og læt þau ekkert raska ró minni.

Við sem þreyðum jólin sem krakkar í dálítið flóknum og stundum erfiðum fjölskylduaðstæðum erum ekkert sérlega kát á þessum árstíma og það er bara allt í lagi. Jólin koma alltaf þrátt fyrir það, ár eftir ár. Það sem var sárara þegar ég var yngri er núna bara eins og reykur í sálinni. Áminning um það að allt hefur sinn tíma og sumu lærir maður að lifa með og vel það. Jólin eru bara jólin.

Á aðfangadag ákváðum við familían í stað þess að elda fjóraðalréttað eins og oft hefur verið, því enginn getur borðað það sama, að elda bara lambalæri og kalkúnabrjóst fyrir einn fjölskyldumeðlim sem hafnar allri framsóknarmennsku og sauðkindinni þar með. Ég mun lifa það af að fá ekki rjúpur um jólin. Mér er alveg sama þótt ég borði ekki rjúpur um jólin. Það er heldur ekki neitt fararsnið á þeim, þær dotta bara í frystinum aðeins lengur.

Mér finnst fallegt hvernig borgin okkar er upplýst í myrkrinu og mér finnst gott að vita að bráðum tekur daginn að lengja. Það snertir mig að sjá fólk leiða börnin sín um bæinn og fólk kyssast og faðmast.

Um það fjalla kannski jólin og kannski snýst lífið um það að við leiðum hvert annað, kyssumst og föðmumst. Hvað gæti verið meira áríðandi en það? Í alvöru talað. Ekkert. Jólin koma.

Gleðileg jól!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiðinleg kosningabarátta

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiðinleg kosningabarátta
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
11.11.2024

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
EyjanFastir pennar
10.11.2024

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
EyjanFastir pennar
01.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
31.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka