fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 21. desember 2024 09:10

Skrúfað var fyrir vatnið til Norðursalts í sumar og var verksmiðjan óstarfhæf um tíma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harðar deilur hafa verið um vatnsnýtingu og sölu á Reykhólum á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem tvær verksmiðjur starfa. Á stjórnarfundi í sumar ákvað Þörungaverksmiðjan að loka fyrir vatn til Norðursalts sem olli því að starfsemin lamaðist um tíma. Var þetta gert í trássi við vilja sveitarstjórnar sem er minnihlutaeigandi í Þörungaverksmiðjunni.

„Við töldum þetta óásættanlegt,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. „Við töldum að það væri nóg að vatni á svæðinu til að sinna öllum, sama hver ætti vatnið. Við töldum að það væri verið að ganga á saltverksmiðjuna með þessu.“

Orkubúið milliliður

Þörungaverksmiðjan Thorverk, sem var stofnað árið 1976 og er nú í meirihlutaeigu norskra aðila, á vatnsborholu á Reykhólum og hefur heimildir til að nýta vatn úr henni. Eftir að saltverksmiðjan Norðursalt, sem er nú í eigu danskra aðila, tók til starfa var gerður samningur um að hún fengi umframvatn frá Þörungaverksmiðjunni í gegnum lögn í eigu hennar.

Hins vegar má Þörungaverksmiðjan ekki selja beint og því var Orkubú Vestfjarða, sem er einnig með aðrar holur, milliliður. Um þetta snýst deilan að sögn Ingibjargar, að Þörungaverksmiðjan viljii losna við milliliðinn sem verið að leiða vatn í gegnum þeirra búnað.

„Þeir vildu ekki að Orkubúið væri að leiða sitt vatn í gegnum þeirra búnað. Heldur kæmu sjálfir vatni til aðilans,“ segir hún.

Saltverksmiðjan óstarfhæf án vatns

Samningurinn á milli verksmiðjanna rann út í sumar og var ekki endurnýjaður. Á stjórnarfundi Þörungaverksmiðjunnar þann 4. júní var ákveðið að skrúfa fyrir vatnið til Norðursalts, sem er nauðsynlegt starfseminni. Varð verksmiðjan því óstarfhæf.

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri vonast til að deilan leysist í vetur. Mynd/Reykhólahreppur

Eins og fyrr segir taldi sveitarfélagið, sem er minnihlutaeigandi í Þörungaverksmiðjunni ásamt Byggðastofnun, þessa aðgerð óásættanlega. Fyrirtækið gæti ekki starfað án vatns, sem nóg væri til af á Reykhólum.

„Við erum búin að vera með aðila í því að vera milligöngumaður til að reyna að koma þessu á rétt ról til að öll fyrirtæki í sveitarfélaginu fái að lifa og starfa. Það er nóg vatn hérna,“ segir Ingibjörg.

Fá allavega vatn í vetur

Þessi ólga leiddi til þess að Þörungaverksmiðjan opnaði aftur á vatn til Norðursalts í október. Ákveðið hefur verið að Norðursalt fái vatn í vetur með þessum hætti á meðan Orkubúið og Þörungaverksmiðjan vinna að samkomulagi um framtíðarlausn.

Að sögn Ingibjargar er Orkubúið nú komið með meiri vatnsheimildir og vilji stendur til að þjónusta saltverksmiðjuna. Vilja þeir semja við Þörungaverksmiðjuna um að fá að fá að halda áfram að nýta lögnina en veita meira vatni inn á hana.

„Það er allt til grundvallar til að hægt sé að semja og rörið nógu stórt til að veita öllu vatni sem fæst frá Reykhólum í gegnum sig. Það er ekkert sem er til fyrirstöðu nema kaup og kjör á milli þessa tveggja aðila,“ segir Ingibjörg og er bjartsýn á að málið leysist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kaupandi notaðrar bifreiðar tapaði vegna örlagaríks símtals

Kaupandi notaðrar bifreiðar tapaði vegna örlagaríks símtals
Fréttir
Í gær

Stjórnarmaður í Eflingu kallar eigendur og viðskiptavini veitingahúsa sníkjudýr

Stjórnarmaður í Eflingu kallar eigendur og viðskiptavini veitingahúsa sníkjudýr
Fréttir
Í gær

Sniglarnir safna dósum fyrir vegakerfið – Aðeins tíundi hluti fjárframlaga fari í viðhald

Sniglarnir safna dósum fyrir vegakerfið – Aðeins tíundi hluti fjárframlaga fari í viðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Byggingaráform Samkaupa valda ólgu á Siglufirði – „Óafturkræft skipulagsslys“

Byggingaráform Samkaupa valda ólgu á Siglufirði – „Óafturkræft skipulagsslys“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla fann gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Reykjavík

Lögregla fann gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í Vogum – Fjölskylduhundi byrlað rottueitur

Óhugnaður í Vogum – Fjölskylduhundi byrlað rottueitur